Sagan
UAB Step Master sem stofnað var árið 1997 í Litháen, hefur sérhæft sig í framleiðslu vöru úr timbri frá upphafi.
Helstu framleiðsluvörur fyrirtækisins eru stigar og innihurðir úr lífrænum, gegnheilum við. Bæði stigarnir og hurðirnar, sem og aðrar vörur fyrirtækisins, eru sérframleiddar eftir þörfum og óskum hvers og eins viðskiptavinar, bæði hvað varðar stærðir, hönnun, lita- og efnisval. Hönnunin er unnin út frá óskum viðskiptavina, hvort sem þeir eru einstaklingar eða faglærðir hönnuðir, við kappkostum að finna bestu uppbyggingu stiga og og hverju tilboði fylgja málsettar teikningar og einnig þrívíðar tölvumyndir/teikningar til að viðskiptavinur sjái vöruna sem best fyrir sér. Það sem gerir vörurnar okkar einstakar að gæðum er blanda af eftirtöldu; hæfu og reynslumiklu starfsfólki, góðum hönnunarforritum, hágæða tölvustýrðum vélbúnaði og verkfærum og nákvæmum framleiðsluferlum. Vörurnar eru málaðar og/eða bæsaðar og lakkaðar í nýmóðins sprautuklefum. Allar vörur Stepmaster eru með 2ja ára verksmiðjuábyrgð.
UAB "Step master" selur vörur sínar meðal annars til Noregs, Svíðþjóðar, Finnlands, Danmerkur og Íslands. Auk þess til Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Austurríkis svo einhver lönd séu nefnd. Ennfremur má geta þess að fyrirtækið selur meginþorra framleiðslunnar á heimamarkaði í Litháen.
Reynsla okkar gerir okkur kleift að bjóða öllum sem leita til okkar vörur sem eru sérsniðnar að hans óskum.
Vöruúrval UAB “Step Master”: |
Okkar nálgun er byggð á: |
|
|
Við getum látið drauma þína um hönnun innanhúss rætast!