Þjónustan
Máltökur
EMAR sér um máltökur eftir að samningur er kominn á um kaup vöru. Vel þjálfað starfsfólk okkar mælir á staðnum, kannar aðstæður og gefur ráð varðandi verkefnið. Mælingar og ráðgjöf, innan höfuðborgarsvæðisins, eru viðskiptavini að kostnaðarlausu.
Hönnun
Þrautreynt tæknifólk okkar setur að endingu vöruna upp í þrívíðu teikniforrit og kappkostar að finna heppilegustu útgáfu fyrir þinn/þína stiga. Þér til hægðarauka færð þú, sem viðskiptavinur, 3D teikningar af vörunni hvort sem um er að ræða einfalda eða flókna smíði.
Framleiðsla
Allar okkar vörur eru framleiddar í nýjustu yfirfræsurum. Við notum 5 öxla CNC yfirfræsara við framleiðslu stiga okkar, hurða og annarrar vöru. Reynt og gott starfsfólk, ásamt góðum vél- og tæknibúnaði, er trygging þess að þú fáir í hendur vörur í hæsta gæðaflokki. Við hjá Stepmaster framleiðum okkar límtré sjálf, erum með þurrkklefa og samsetningarverksmiðju límtrés. Notum eingöngu sérvalinn við, Ask og Eik.
Uppsetningar
Boðið er uppá ísetningu og frágang vöru á verkstað, hvort sem um ræðir stiga eða hurðir. Vanir menn, vönduð vinna.