Glært flotgler
Ljós berst óhindrað í gegnum glær flotgler. Þykkt glersins getur verið á bilinu 2 til 19mm.
Litað gler
Helstu litir/tónar eru brúnt (4-10mm) og grátt (4-12mm). Dökkgrátt (4-8mm), einnig grænt (6,8 og 10mm). Dekksta glerið er helst notað þegar nauðsyn þykir til að minnka útfjólubláa geisla. Slíkt gler er að sjálfsögðu einnig hægt að nota í nútímalegri hönnun innandyra.
Skrautgler
Skrautgler, eða mynstrað gler er einnig í boði. Mynstrað gler er fáanlegt 4mm þykkt.
Fláaslípað gler
Fláaslípun er það kallað þegar brúnir glers eru slípaðir með ákveðnum skáa að kanti. Breidd fláans fer eftir þykkt glersins, hér er upptalning á hámarksbreidd fláa eftir þykktum (flái getur verið minni en ekki meiri): Fyrir 4mm gler: 35mm, fyrir 5mm eða þykkara gler: 40mm. Brúnir er hægt að slípa í 45°.
Samlímt gler
Samlímt gler (triplex) samanstendur af tveimur, eða fleiri glerjum, í sömu (eða mismunandi) þykktum. Glerin haldast saman þó að þau brotni þar sem þau eru límd saman með filmu á milli glerja. Þessi gerð er notuð jöfnum höndum innan- sem utandyra, veitir góða hljóðvist og aukið öryggi.